Auknar veiðiheimildir til strandveiða Bjarni Jónsson skrifar 10. mars 2024 13:30 Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða. Matvælaráðherra verði falið „að efla félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með aukinni hlutdeild í heildarafla og með endurskoðun á skiptingu aflamagns innan kerfisins og á hlutverki hverrar aðgerðar innan þess.“ Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra. Tillagan er endurflutt uppfærð frá síðasta þingi. https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0126.pdf 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Tillagan er liður í því að styrkja stöðu veiða í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Með því að leggjast skipulega yfir skiptingu aflamagns innan kerfisins tel ég að nýta megi kerfið til þess að stuðla að auknu byggðajafnrétti. Ef við fjölgum tækifærum fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni, nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina, styrkjum við til muna atvinnulíf út um allt land. Strandveiðar hafa valdið straumhvörfum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Upphaf strandveiða fól í sér algjöra byltingu í möguleikum fólks til að hefja smábátaútgerð og blés lífi í hart leiknar sjávarbyggðir sem kvótakerfið og óheft framsal hafði rúið lífsbjörginni í þágu fámenns hóps aðila sem höfðu náð undir sig stórum hluta veiðiheimilda. Réttlát uppbygging atvinnutækifæra Strandveiðar hafa á undanförnum árum stuðlað að réttlátari uppbyggingu atvinnutækifæra hringinn í kringum landið. Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Tillagan er liður í því að styrkja stöðu veiða í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Með því að leggjast skipulega yfir skiptingu aflamagns innan kerfisins tel ég að nýta megi kerfið til þess að stuðla að auknu byggðajafnrétti. Ef við fjölgum tækifærum fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni, nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina, styrkjum við til muna atvinnulíf út um allt land. Þær Sjávarbyggðir sem verst urðu úti vegna framsals aflaheimilda hafa sumar gengið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli félagslegra veiða. Þar hafa strandveiðar skipt sköpum. Þær hafa glætt lífi hafnir sem áður stóðu tómar og sjávarútvegur var á undanhaldi. Félagslegar veiðar styrkja atvinnulíf hvar sem þeirra nýtur við. Þær stuðla að aukinni fjárfestingu í sjávarútvegi, ekki síst þar sem aflaheimildum er ekki lengur til að skipta. Með viðvarandi stækkun félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, til langs tíma mun sú fjárfesting aukast enn fremur og bæta atvinnuhorfur þar sem mest er þörf!. Úthlutun byggðakvóta verði tekin til endurskoðunar Þegar lýtur að félagslega kerfinu er eðlilegt að staldra við og kanna hvort allar aðgerðir innan þess standi undir hlutverki sínu. Það er öllum til heilla að félagslegar veiðar skili sem farsælustum árangri. Þess vegna er lögð til endurskoðun á innbyrðis skiptingu aflamarks á milli aðgerða sem og endurskoðun hverrar aðgerðar fyrir sig. Af öðrum mikilvægum byggðaaðgerðum auk strandveiða má nefna sérstaka byggðakvótann. Þar er rétt að árétta mikilvægi þess að árangur byggðaaðgerða sé sýnilegur og mælanlegur. Með tilliti til sérstaka byggðakvótans mætti auka gagnsæi með reglubundinni skýrslugjöf. Í samningnum komi fram markmið úthlutunar sem og mælikvarðar, fyrirkomulag, umsýsla og eftirfylgni og fleira þar sem styður gagnsæi. Þá er þörf á að koma á samræmdum reglum um úthlutun almenna byggðakvótans, og endurskoða dreifingu hans, ekki síst að byggðakvóta verði beint með ákveðnari hætti til smærri útgerða og skipa og nýta hann betur til að styðja við félagslegar veiðar. Þá er fyrirsjáanlegt að aukinn hluti línuívilnunar verði ónýttur næstu ár vegna tækniframfara. Hefur hún dregist saman um tvo þriðju frá árinu 2016. Vert er að kanna hvort taka mætti upp með einhverjum hætti umhverfisívilnun með sömu formerkjum. Þá mætti til að mynda horfa til veiðarfæra sem hafa lítil áhrif á umhverfið, svo sem línuveiðar, gildruveiðar og/eða útgerð sem styðst við endurnýjanlega orkugjafa. Veiðiheimildir nýttar heima fyrir Að lokum vil ég segja um skel- og rækjubætur, sem komið var á til að minnka það áfall sem skel- og rækjuútgerðir urðu fyrir með áföllum stofnanna, að aflaheimildir þær sem gefnar voru eftir í skiptum fyrir heimildir til veiða þessara tegunda voru hluti af almenna fiskveiðistjórnarkerfinu, ekki því félagslega, og eðlilegt að uppgjör við handhafa þeirra bóta taki mið af þeim forsendum. Þá tel ég að komi til álita að horft verði til þess hvort veiðiheimildirnar hafi verið nýttar heima fyrir til hagsbóta fyrir þau byggðarlög sem fyrir áföllunum urðu eða leigðar í burtu. Að lokum Í hnotskurn er með tillögunni lagt til að stækka félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Ennfremur, að úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins verði tekin til endurskoðunar með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða. Matvælaráðherra verði falið „að efla félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með aukinni hlutdeild í heildarafla og með endurskoðun á skiptingu aflamagns innan kerfisins og á hlutverki hverrar aðgerðar innan þess.“ Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra. Tillagan er endurflutt uppfærð frá síðasta þingi. https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0126.pdf 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Tillagan er liður í því að styrkja stöðu veiða í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Með því að leggjast skipulega yfir skiptingu aflamagns innan kerfisins tel ég að nýta megi kerfið til þess að stuðla að auknu byggðajafnrétti. Ef við fjölgum tækifærum fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni, nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina, styrkjum við til muna atvinnulíf út um allt land. Strandveiðar hafa valdið straumhvörfum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Upphaf strandveiða fól í sér algjöra byltingu í möguleikum fólks til að hefja smábátaútgerð og blés lífi í hart leiknar sjávarbyggðir sem kvótakerfið og óheft framsal hafði rúið lífsbjörginni í þágu fámenns hóps aðila sem höfðu náð undir sig stórum hluta veiðiheimilda. Réttlát uppbygging atvinnutækifæra Strandveiðar hafa á undanförnum árum stuðlað að réttlátari uppbyggingu atvinnutækifæra hringinn í kringum landið. Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Tillagan er liður í því að styrkja stöðu veiða í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Með því að leggjast skipulega yfir skiptingu aflamagns innan kerfisins tel ég að nýta megi kerfið til þess að stuðla að auknu byggðajafnrétti. Ef við fjölgum tækifærum fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni, nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina, styrkjum við til muna atvinnulíf út um allt land. Þær Sjávarbyggðir sem verst urðu úti vegna framsals aflaheimilda hafa sumar gengið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli félagslegra veiða. Þar hafa strandveiðar skipt sköpum. Þær hafa glætt lífi hafnir sem áður stóðu tómar og sjávarútvegur var á undanhaldi. Félagslegar veiðar styrkja atvinnulíf hvar sem þeirra nýtur við. Þær stuðla að aukinni fjárfestingu í sjávarútvegi, ekki síst þar sem aflaheimildum er ekki lengur til að skipta. Með viðvarandi stækkun félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, til langs tíma mun sú fjárfesting aukast enn fremur og bæta atvinnuhorfur þar sem mest er þörf!. Úthlutun byggðakvóta verði tekin til endurskoðunar Þegar lýtur að félagslega kerfinu er eðlilegt að staldra við og kanna hvort allar aðgerðir innan þess standi undir hlutverki sínu. Það er öllum til heilla að félagslegar veiðar skili sem farsælustum árangri. Þess vegna er lögð til endurskoðun á innbyrðis skiptingu aflamarks á milli aðgerða sem og endurskoðun hverrar aðgerðar fyrir sig. Af öðrum mikilvægum byggðaaðgerðum auk strandveiða má nefna sérstaka byggðakvótann. Þar er rétt að árétta mikilvægi þess að árangur byggðaaðgerða sé sýnilegur og mælanlegur. Með tilliti til sérstaka byggðakvótans mætti auka gagnsæi með reglubundinni skýrslugjöf. Í samningnum komi fram markmið úthlutunar sem og mælikvarðar, fyrirkomulag, umsýsla og eftirfylgni og fleira þar sem styður gagnsæi. Þá er þörf á að koma á samræmdum reglum um úthlutun almenna byggðakvótans, og endurskoða dreifingu hans, ekki síst að byggðakvóta verði beint með ákveðnari hætti til smærri útgerða og skipa og nýta hann betur til að styðja við félagslegar veiðar. Þá er fyrirsjáanlegt að aukinn hluti línuívilnunar verði ónýttur næstu ár vegna tækniframfara. Hefur hún dregist saman um tvo þriðju frá árinu 2016. Vert er að kanna hvort taka mætti upp með einhverjum hætti umhverfisívilnun með sömu formerkjum. Þá mætti til að mynda horfa til veiðarfæra sem hafa lítil áhrif á umhverfið, svo sem línuveiðar, gildruveiðar og/eða útgerð sem styðst við endurnýjanlega orkugjafa. Veiðiheimildir nýttar heima fyrir Að lokum vil ég segja um skel- og rækjubætur, sem komið var á til að minnka það áfall sem skel- og rækjuútgerðir urðu fyrir með áföllum stofnanna, að aflaheimildir þær sem gefnar voru eftir í skiptum fyrir heimildir til veiða þessara tegunda voru hluti af almenna fiskveiðistjórnarkerfinu, ekki því félagslega, og eðlilegt að uppgjör við handhafa þeirra bóta taki mið af þeim forsendum. Þá tel ég að komi til álita að horft verði til þess hvort veiðiheimildirnar hafi verið nýttar heima fyrir til hagsbóta fyrir þau byggðarlög sem fyrir áföllunum urðu eða leigðar í burtu. Að lokum Í hnotskurn er með tillögunni lagt til að stækka félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Ennfremur, að úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins verði tekin til endurskoðunar með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun