Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 19:03 Maðurinn lokkaði konurnar af alfaraleið við Neuschwanstein-kastala, nauðgaði annarri þeirra og kyrkti og kastaði hinni í gjótu. Getty/Karl-Josef Hildenbrand Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi. Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi.
Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25