Sú besta vill enga svindlara: „Bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 07:30 Simona Halep sat fyrri svörum á blaðamannafundi eftir að hafa snúið aftur til keppni, á Miami Open. Getty/Robert Prange Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk afar góðar viðtökur frá öllum nema einni, þegar hún sneri aftur til keppni á Miami Open í gær eftir bann vegna lyfjamisnotkunar. Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“ Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira