„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 14:02 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson vilja gera framboðið að sameiginlegu verkefni. Aðsend „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels