Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 01:40 Katrín kom síðast opinberlega fram um jólin. Getty/Chris Jackson Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024 Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07