Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:17 Talið er að minnst sjö bílar hafi hafnað í ánni. Ap/Kaitlin Newman Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21