Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ólafur Stephensen skrifar 27. mars 2024 10:00 Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Staðan sögð erfið vegna innflutnings Þannig segir í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar með hinu nýja frumvarpi, sem kom í stað upphaflegs frumvarps matvælaráðherra: „ Magn kjötvara sem hægt er að flytja til Íslands á tollkvóta jókst töluvert í kjölfar undirritunar tvíhliða samnings við Evrópusambandið um tollfríðindi fyrir landbúnaðarvörur árið 2007. Innflutningur jókst aftur umtalsvert eftir að tvíhliða samningur um sama efni frá árinu 2018 leysti þann fyrri af hólmi, sbr. skýrslu starfshóps sem skipaður var til að skoða út- og innflutningstölur landbúnaðarvara frá 12. október 2020. Að teknu tilliti til þess sem þar kemur fram má ljóst vera að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla, eigi í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Það er eitt af því sem skapað hefur erfiða stöðu greinarinnar.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar: „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Útboðsgjaldið bitnar á neytendum Það er rétt að íslenzk stjórnvöld sömdu við Evrópusambandið um aukna tollfrjálsa verzlun með búvörur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var annar tveggja ráðherra sem gerðu þann samning og sagði er hann hafði verið undirritaður haustið 2015: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutnings.“ Samningnum, sem tók gildi 2018, var vissulega ætlað að efla samkeppni á búvörumarkaði með auknum innflutningi. Það má hins vegar deila um hvernig til hafi tekizt. Íslenzk stjórnvöld hafa kosið að úthluta tollkvótunum, heimildum til að flytja inn takmarkað magn búvöru án tolla, með útboði. Það þýðir að ofan á hið tollfrjálsa verð bætist útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða fyrir að fá að flytja vöruna inn og það slagar oft upp í fullan toll. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og fleiri hafa gagnrýnt þetta kerfi og bent á leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds þannig að neytendur njóti þess ávinnings, sem ætlunin var. Afurðastöðvarnar eru sjálfar stórtækir innflytjendur Annað, sem menn sáu mögulega ekki fyrir þegar tollasamningurinn var gerður, var að innlendar afurðastöðvar og bændur, sem fram að því höfðu varað við kjötinnflutningi, meðal annars af því að útlent kjöt væri svo hættulegt og heilsuspillandi, myndu gerast stórtækir kjötinnflytjendur. Það er hins vegar raunin. Ef við horfum á ESB-tollkvóta fyrir kjötvörur, sem komið hefur í hlut innlendra afurðastöðva og bænda fyrir tímabilið frá janúar 2022 og fram í júnílok á þessu ári, lítur myndin svona út: Innlendar afurðastöðvar flytja þannig inn næstum því allt svínakjöt, sem flutt er inn á ESB-tollkvóta, helminginn af kjúklingakjöti ræktuðu með hefðbundum hætti og fjórðung af nautakjötskvótanum. Fyrirtækin sem þarna um ræðir eru t.d. Mata (systurfélag Matfugls og Ali), Stjörnugrís og dótturfélag þess fyrirtækis, Kjarnafæði-Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands og Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir að aðalfundur KS 2023 beindi því til félagsins að hvorki KS né dótturfélög þess tækju þátt í innflutningi á erlendum búvörum, hætti Esja að bjóða í tollkvóta en kaupfélagið kaupir áfram innflutt kjöt til vinnslu af félaginu Háahólma og fleirum sem hafa fengið úthlutað tollkvóta. Bjóða hátt og stýra verðinu Nú vaknar óneitanlega spurningin: Er innflutningurinn í samkeppni við innlendan landbúnað, þegar landbúnaðurinn flytur kjötið inn sjálfur? Færa má rök fyrir hinu gagnstæða. Ástæðan fyrir því að innlendar afurðastöðvar hreppa svo hátt hlutfall tollkvótans er að þær bjóða hátt í hann. Þannig geta þær stýrt verðinu á innflutningnum og í raun hindrað samkeppni við sjálfar sig. Það er auðvitað meginástæðan fyrir því að þær flytja nú inn þúsundir tonna af kjöti, sem þær sögðu áður að væri óboðlegt neytendum og hættulegt. FA hefur lagt til að komið verði í veg fyrir að innlendir framleiðendur geti misnotað kerfið með þessum hætti, til dæmis með því að þeim verði einfaldlega ekki heimilt að bjóða í tollkvóta. Engar hömlur á samráði um tilboð í tollkvóta Breytingin á búvörulögum, sem gerð var í síðustu viku, þýðir hins vegar að nú kemur ekkert í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar hafi með sér samráð um upphæð tilboða í tollkvótana. Slíkt samráð er ólöglegt og mögulega refsivert ef innflutningsfyrirtæki í verzlun viðhafa það, en nú er búið að undanþiggja stjórnendur afurðastöðva öllum slíkum hömlum og viðurlögum. Þeir munu því sannarlega verða í góðri stöðu til að draga enn úr samkeppni við sjálfa sig, hækka verð og skaða neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samkeppnismál Ólafur Stephensen Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Staðan sögð erfið vegna innflutnings Þannig segir í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar með hinu nýja frumvarpi, sem kom í stað upphaflegs frumvarps matvælaráðherra: „ Magn kjötvara sem hægt er að flytja til Íslands á tollkvóta jókst töluvert í kjölfar undirritunar tvíhliða samnings við Evrópusambandið um tollfríðindi fyrir landbúnaðarvörur árið 2007. Innflutningur jókst aftur umtalsvert eftir að tvíhliða samningur um sama efni frá árinu 2018 leysti þann fyrri af hólmi, sbr. skýrslu starfshóps sem skipaður var til að skoða út- og innflutningstölur landbúnaðarvara frá 12. október 2020. Að teknu tilliti til þess sem þar kemur fram má ljóst vera að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla, eigi í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Það er eitt af því sem skapað hefur erfiða stöðu greinarinnar.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar: „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Útboðsgjaldið bitnar á neytendum Það er rétt að íslenzk stjórnvöld sömdu við Evrópusambandið um aukna tollfrjálsa verzlun með búvörur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var annar tveggja ráðherra sem gerðu þann samning og sagði er hann hafði verið undirritaður haustið 2015: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutnings.“ Samningnum, sem tók gildi 2018, var vissulega ætlað að efla samkeppni á búvörumarkaði með auknum innflutningi. Það má hins vegar deila um hvernig til hafi tekizt. Íslenzk stjórnvöld hafa kosið að úthluta tollkvótunum, heimildum til að flytja inn takmarkað magn búvöru án tolla, með útboði. Það þýðir að ofan á hið tollfrjálsa verð bætist útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða fyrir að fá að flytja vöruna inn og það slagar oft upp í fullan toll. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og fleiri hafa gagnrýnt þetta kerfi og bent á leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds þannig að neytendur njóti þess ávinnings, sem ætlunin var. Afurðastöðvarnar eru sjálfar stórtækir innflytjendur Annað, sem menn sáu mögulega ekki fyrir þegar tollasamningurinn var gerður, var að innlendar afurðastöðvar og bændur, sem fram að því höfðu varað við kjötinnflutningi, meðal annars af því að útlent kjöt væri svo hættulegt og heilsuspillandi, myndu gerast stórtækir kjötinnflytjendur. Það er hins vegar raunin. Ef við horfum á ESB-tollkvóta fyrir kjötvörur, sem komið hefur í hlut innlendra afurðastöðva og bænda fyrir tímabilið frá janúar 2022 og fram í júnílok á þessu ári, lítur myndin svona út: Innlendar afurðastöðvar flytja þannig inn næstum því allt svínakjöt, sem flutt er inn á ESB-tollkvóta, helminginn af kjúklingakjöti ræktuðu með hefðbundum hætti og fjórðung af nautakjötskvótanum. Fyrirtækin sem þarna um ræðir eru t.d. Mata (systurfélag Matfugls og Ali), Stjörnugrís og dótturfélag þess fyrirtækis, Kjarnafæði-Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands og Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir að aðalfundur KS 2023 beindi því til félagsins að hvorki KS né dótturfélög þess tækju þátt í innflutningi á erlendum búvörum, hætti Esja að bjóða í tollkvóta en kaupfélagið kaupir áfram innflutt kjöt til vinnslu af félaginu Háahólma og fleirum sem hafa fengið úthlutað tollkvóta. Bjóða hátt og stýra verðinu Nú vaknar óneitanlega spurningin: Er innflutningurinn í samkeppni við innlendan landbúnað, þegar landbúnaðurinn flytur kjötið inn sjálfur? Færa má rök fyrir hinu gagnstæða. Ástæðan fyrir því að innlendar afurðastöðvar hreppa svo hátt hlutfall tollkvótans er að þær bjóða hátt í hann. Þannig geta þær stýrt verðinu á innflutningnum og í raun hindrað samkeppni við sjálfar sig. Það er auðvitað meginástæðan fyrir því að þær flytja nú inn þúsundir tonna af kjöti, sem þær sögðu áður að væri óboðlegt neytendum og hættulegt. FA hefur lagt til að komið verði í veg fyrir að innlendir framleiðendur geti misnotað kerfið með þessum hætti, til dæmis með því að þeim verði einfaldlega ekki heimilt að bjóða í tollkvóta. Engar hömlur á samráði um tilboð í tollkvóta Breytingin á búvörulögum, sem gerð var í síðustu viku, þýðir hins vegar að nú kemur ekkert í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar hafi með sér samráð um upphæð tilboða í tollkvótana. Slíkt samráð er ólöglegt og mögulega refsivert ef innflutningsfyrirtæki í verzlun viðhafa það, en nú er búið að undanþiggja stjórnendur afurðastöðva öllum slíkum hömlum og viðurlögum. Þeir munu því sannarlega verða í góðri stöðu til að draga enn úr samkeppni við sjálfa sig, hækka verð og skaða neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun