Bréf til Íslands - hið fullkomna samfélag Valerio Gargiulo skrifar 2. apríl 2024 11:00 Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar