Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 13:00 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Savostyanov Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Viðvöruninni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Eftir árásina hafa Rússar haldið því fram að viðvörunin hafi verið almenn eðlis og hún hefði ekki dugað til að koma í veg fyrir árásina. Rússneskir ráðamenn og málpípur Kreml í ríkisreknum fjölmiðlum Rússlands hafa einnig haldið því fram að Úkraínumenn hafi staðið að baki árásinni og jafnvel Bandaríkjamenn og Bretar einnig. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post voru Bandaríkjamenn nokkuð vissir í sinni sök um upplýsingarnar sem þeir höfðu komið höndum yfir og var viðvörunin sem send var til Moskvu því ítarlegri en gengur og gerist. Degi eftir að viðvörunin var send til Rússlands, var opinber viðvörun birt af sendiráði Bandaríkjanna í Rússlandi. Það var þann 7. mars og var fólk varað við því að sækja tónleika eða aðra staði þar sem fjölmenni safnast saman næstu tvo sólarhringa. Þann sama dag lýstu forsvarsmenn öryggisstofnanna í Rússlandi því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna Íslamska ríkisins á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Reuters sagði einnig frá því í vikunni að yfirvöld í Íran hefðu varað Rússa við hættu á umfangsmikilli hryðjuverkaárás í Rússlandi. Fregnirnar vekja upp spurningar um það hvernig Rússum tókst ekki að koma í veg fyrir árásina mannskæðu. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Beina spjótum sínum að Úkraínu Þann 22. mars ruddust fjórir menn inn í Crocus-tónleikahöllina og hófu þar skothríð. Þeir eru taldir hafa hleypt af um fimm hundruð skotum, kveikt í húsinu og flúið á um þrettán mínútum. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp í tónleikahöllinni því til staðfestingar skömmu eftir að mennirnir flúðu. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar og sagðir á leið til Úkraínu. Pútín og aðrir hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að mynda „glugga“ fyrir mennina á víggirtum landamærum Úkraínu og Rússlands. Mennirnir fjórir eru frá Tadsíkistan en störfuðu í Rússlandi. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Sergei Naryshkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar SVR, sagði í samtali við fréttaveituna Interfax, sem rekin er af rússneska ríkinu, í gær að viðvörun Bandaríkjamanna hefði verið of almenn og ekki gert Rússum kleift að bera kennsl á þá sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB (áður KGB), hafði áður slegið á svipaða strengi. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, sagði í morgun að hægt væri að rekja árásina til leyniþjónusta Úkraínu og að allir vissu að Úkraínumenn væru undir stjórn ráðamanna í Washington DC. Ráðamenn í Úkraínu, Bandaríkjunum og Bretlandi segja það þvælu að þeir hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Rússar hafa ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti. Sagðir skrá sig í herinn í leit að hefnd Sérfræðingar í málefnum Rússlands segja yfirlýsingar ráðamanna þar um aðkomu Úkraínumanna að mestu ætlaðar rússnesku þjóðinni. Þeim sé ætlað að auka samstöðu þjóðarinnar um innrásina í Úkraínu, sem hefur nú staðið yfir í rúm tvö ár. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun er því haldið fram að mikil fjölgun hafi orðið á fjölda þeirra sem ganga til liðs við rússneska herinn í kjölfar árásarinnar. Í yfirlýsingunni segir að á þessu ári hafi rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig í herinn og þar af um sextán þúsund á undanförnum tíu dögum. Þá segir í yfirlýsingunni að flestir sem skrái sig í herinn hafi lýst því yfir að þeir vilji hefna þeirra sem féllu í árásinni á tónleikahöllina. Það sé helsta ástæða þess að þeir skráðu sig. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bretland Hernaður Tadsíkistan Afganistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Viðvöruninni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Eftir árásina hafa Rússar haldið því fram að viðvörunin hafi verið almenn eðlis og hún hefði ekki dugað til að koma í veg fyrir árásina. Rússneskir ráðamenn og málpípur Kreml í ríkisreknum fjölmiðlum Rússlands hafa einnig haldið því fram að Úkraínumenn hafi staðið að baki árásinni og jafnvel Bandaríkjamenn og Bretar einnig. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post voru Bandaríkjamenn nokkuð vissir í sinni sök um upplýsingarnar sem þeir höfðu komið höndum yfir og var viðvörunin sem send var til Moskvu því ítarlegri en gengur og gerist. Degi eftir að viðvörunin var send til Rússlands, var opinber viðvörun birt af sendiráði Bandaríkjanna í Rússlandi. Það var þann 7. mars og var fólk varað við því að sækja tónleika eða aðra staði þar sem fjölmenni safnast saman næstu tvo sólarhringa. Þann sama dag lýstu forsvarsmenn öryggisstofnanna í Rússlandi því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna Íslamska ríkisins á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Reuters sagði einnig frá því í vikunni að yfirvöld í Íran hefðu varað Rússa við hættu á umfangsmikilli hryðjuverkaárás í Rússlandi. Fregnirnar vekja upp spurningar um það hvernig Rússum tókst ekki að koma í veg fyrir árásina mannskæðu. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Beina spjótum sínum að Úkraínu Þann 22. mars ruddust fjórir menn inn í Crocus-tónleikahöllina og hófu þar skothríð. Þeir eru taldir hafa hleypt af um fimm hundruð skotum, kveikt í húsinu og flúið á um þrettán mínútum. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp í tónleikahöllinni því til staðfestingar skömmu eftir að mennirnir flúðu. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar og sagðir á leið til Úkraínu. Pútín og aðrir hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að mynda „glugga“ fyrir mennina á víggirtum landamærum Úkraínu og Rússlands. Mennirnir fjórir eru frá Tadsíkistan en störfuðu í Rússlandi. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Sergei Naryshkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar SVR, sagði í samtali við fréttaveituna Interfax, sem rekin er af rússneska ríkinu, í gær að viðvörun Bandaríkjamanna hefði verið of almenn og ekki gert Rússum kleift að bera kennsl á þá sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB (áður KGB), hafði áður slegið á svipaða strengi. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, sagði í morgun að hægt væri að rekja árásina til leyniþjónusta Úkraínu og að allir vissu að Úkraínumenn væru undir stjórn ráðamanna í Washington DC. Ráðamenn í Úkraínu, Bandaríkjunum og Bretlandi segja það þvælu að þeir hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Rússar hafa ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti. Sagðir skrá sig í herinn í leit að hefnd Sérfræðingar í málefnum Rússlands segja yfirlýsingar ráðamanna þar um aðkomu Úkraínumanna að mestu ætlaðar rússnesku þjóðinni. Þeim sé ætlað að auka samstöðu þjóðarinnar um innrásina í Úkraínu, sem hefur nú staðið yfir í rúm tvö ár. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun er því haldið fram að mikil fjölgun hafi orðið á fjölda þeirra sem ganga til liðs við rússneska herinn í kjölfar árásarinnar. Í yfirlýsingunni segir að á þessu ári hafi rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig í herinn og þar af um sextán þúsund á undanförnum tíu dögum. Þá segir í yfirlýsingunni að flestir sem skrái sig í herinn hafi lýst því yfir að þeir vilji hefna þeirra sem féllu í árásinni á tónleikahöllina. Það sé helsta ástæða þess að þeir skráðu sig.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bretland Hernaður Tadsíkistan Afganistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00