Bótaþegar fengu nokkurra ára kröfu frá skattinum um hánótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 14:00 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálstofnunar segir afar leitt að bótaþegar séu að fá fjögurra ára kröfu vegna ofgreiddra bóta. Ástæðurnar séu m.a. uppfærsla á tölvukerfi og mikið annríki síðustu ár á stofnuninni. Vísir Ríkissjóður innheimtir nú fjögurra ára skuld vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir afar leitt að þetta hafi tekið svona langan tíma. Skýringanna sé að leita í annríki á stofnuninni og nýju tölvukerfi. Það var um klukkan hálf fimm í fyrrinótt sem ríkissjóðsinnheimtur sendu kröfur á fólk vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2020, samkvæmt kröfu sem fréttastofa fékk í hendurnar. Tvö hundruð manns þurfa að endurgreiða samtals hundrað milljónir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í flestum tilvikum komi kröfurnar til vegna þess að fólk á atvinnuleysiskrá hafi verið aðrar tekjur samfara atvinnuleysisbótum. „Það eru í kringum tvö hundruð manns sem þurfa að endurgreiða um hundrað milljónir króna. Mikið af þessum kröfum eru vegna fjármagnstekna sem fólk var með á þessum tíma þ.e. meðan það fékk bætur. Fólki var kunnugt um þetta á sínum tíma því krafan kom fram á greiðsluseðlum. Við getum ekki ákveðið að gefa eftir ofgreiddar atvinnuleysisbætur. En auðvitað þykir okkur verulega leitt hversu seint þetta er á ferðinni,“ segir Unnur. Hún segir að skýringa sé meðal annars að leita í nýju tölvukerfi. „Það eru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að þetta kemur svona seint. Við vorum að skipta út tölvukerfi sem gerði okkur erfitt fyrir og þá hefur verið ofboðslegt annríki frá þessum tíma. Hins vegar stefnum við í að geta sent slíkar kröfur miklu fyrr en í þessu tilviki og ég vona að það takist á þessu ári,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Atvinnurekendur Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var um klukkan hálf fimm í fyrrinótt sem ríkissjóðsinnheimtur sendu kröfur á fólk vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2020, samkvæmt kröfu sem fréttastofa fékk í hendurnar. Tvö hundruð manns þurfa að endurgreiða samtals hundrað milljónir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í flestum tilvikum komi kröfurnar til vegna þess að fólk á atvinnuleysiskrá hafi verið aðrar tekjur samfara atvinnuleysisbótum. „Það eru í kringum tvö hundruð manns sem þurfa að endurgreiða um hundrað milljónir króna. Mikið af þessum kröfum eru vegna fjármagnstekna sem fólk var með á þessum tíma þ.e. meðan það fékk bætur. Fólki var kunnugt um þetta á sínum tíma því krafan kom fram á greiðsluseðlum. Við getum ekki ákveðið að gefa eftir ofgreiddar atvinnuleysisbætur. En auðvitað þykir okkur verulega leitt hversu seint þetta er á ferðinni,“ segir Unnur. Hún segir að skýringa sé meðal annars að leita í nýju tölvukerfi. „Það eru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að þetta kemur svona seint. Við vorum að skipta út tölvukerfi sem gerði okkur erfitt fyrir og þá hefur verið ofboðslegt annríki frá þessum tíma. Hins vegar stefnum við í að geta sent slíkar kröfur miklu fyrr en í þessu tilviki og ég vona að það takist á þessu ári,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Atvinnurekendur Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira