„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2024 14:31 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Sjá meira
Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Sjá meira