Meistaradeildardraumur Roma lifir góðu lífi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2024 17:53 Gianluca Mancini og Paulo Dybala fagna marki þess fyrrnefnda. Paolo Bruno/Getty Images Roma vann mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Lazio í Rómar-slagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Roma og Lazio eru bæði í harðri Evrópubaráttu þar sem Roma er að eltast við Meistaradeildarsæti, en Lazio heldur enn í vonina um að komast í Evrópu- eða Sambandsdeildina. Það var Gianluca Mancini sem skoraði eina mark leiksins er hann kom Roma yfir á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá Paulo Dybala og tryggði heimamönnum sigurinn. Roma situr enn í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, nú með 55 stig eftir 31 leik, tveimur stigum á eftir Bologna sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Lazio situr hins vegar í sjöunda sæti með 46 stig, fjórum stigum á eftir Atalanta í baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni, en Atalanta á tvo leiki til góða. Fótbolti Ítalski boltinn
Roma vann mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Lazio í Rómar-slagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Roma og Lazio eru bæði í harðri Evrópubaráttu þar sem Roma er að eltast við Meistaradeildarsæti, en Lazio heldur enn í vonina um að komast í Evrópu- eða Sambandsdeildina. Það var Gianluca Mancini sem skoraði eina mark leiksins er hann kom Roma yfir á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá Paulo Dybala og tryggði heimamönnum sigurinn. Roma situr enn í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, nú með 55 stig eftir 31 leik, tveimur stigum á eftir Bologna sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Lazio situr hins vegar í sjöunda sæti með 46 stig, fjórum stigum á eftir Atalanta í baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni, en Atalanta á tvo leiki til góða.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti