Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 10:52 Brynvarðir bílar GardaWorld fyrir utan peningageymslu sem rænd var um páskana. AP/Richard Vogel Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi. Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira