Áhrif veiðarfæra á losun koltvísýrings og líffræðilega fjölbreytni á hafsbotni Bjarni Jónsson skrifar 6. apríl 2024 13:40 Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Bjarni Jónsson Vinstri græn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar