Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 10:17 Svissneskir og portúgalskir stefnendur í sal Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg í morgun. AP/Jean-Francois Badias Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð. Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð.
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30