Að eiga val um dánaraðstoð Anton Sveinn McKee skrifar 9. apríl 2024 12:00 Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun