Mannréttindadómstóllinn úrskurðar aðgerðaleysi í loftlagsmálum mannréttindabrot Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun