Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 15:24 Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálstjóri Trump veldisins, afþakkaði að tjá sig áður en dómari ákvað refsingu hans í New York í dag. AP/Yuki Iwamura Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17