Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 15:24 Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálstjóri Trump veldisins, afþakkaði að tjá sig áður en dómari ákvað refsingu hans í New York í dag. AP/Yuki Iwamura Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17