Kirkja sem þorir Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa 11. apríl 2024 10:01 Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun