Raforkuöryggi til framtíðar Hafsteinn Gunnarsson skrifar 13. apríl 2024 08:01 Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun