Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 23:54 Hunter Biden, sonur Joes Biden, með Jill Biden, stjúpmóður sinni í síðasta mánuði. Biden-hjónin hafa staðið með syni sínum sem hefur átt við fíknivanda að stríða um árabil. AP/Alex Brandon Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira