Hverjum er treystandi? Tjáningarfrelsið og upplýst umræða Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54 Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur.
Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54
Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun