Rödd þjóðarinnar Arnar Þór Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:00 Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Byggðamál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar