Brunavarnir á byggingarsvæðum Böðvar Tómasson skrifar 16. apríl 2024 13:00 Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París. Enn fremur getur áhrifa gætt í nærliggjandi umhverfi, sem leiðir til frekara fjárhagslegs og félagslegs tjóns. Eldvarnir eru því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi í byggingarframkvæmdum. Þar sem eldfim efni eru til staðar er hætta á að eldur breiðist hratt út og geti fljótt orðið óviðráðanlegur ef ekki er brugðist fljótt við. Eldur sem brýst út á byggingarsvæði getur valdið manntjóni, eignatjóni og stöðvun framkvæmda. Hér er fjallað um brunavarnir í byggingarframkvæmdum og lagður fram listi yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja brunavarnir. Ábyrgð á öryggi Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á öruggan hátt. Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi. Hætta á byggingarsvæðum Eldhætta á byggingarsvæðum er oft mikil vegna notkunar eldfimra efna, þar á meðal tjörupappa, brennanlegra byggingarefna, leysiefna og úrgangsefna. Enn fremur eykur notkun rafsuðutækja, rafmagns- og hitunartækja enn frekar hættu á eldi. Meðal annarra þátta sem stuðla að aukinni hættu á byggingarsvæðum eru að um ófullgert húsnæði er að ræða (sérstaklega með tilliti til brunahólfunar og flóttaleiða), ónógur búnaður til brunavarna og ófullnægjandi þjálfun í öryggismálum. Kröfur til byggingarsvæða Til að tryggja brunavarnir á byggingarsvæðum er brýnt að fylgja eftirfarandi atriðum: Móta brunavarnaáætlun: Gera skal heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á byggingarstað. Í áætluninni skal lýsa hlutverki og ábyrgð alls starfsfólks ef eldur kemur upp og í henni skal gera grein fyrir verklagsreglum um rýmingu, ráðstöfunum til að koma í veg fyrir eld og samskiptaupplýsingum í neyðartilvikum. Framkvæma reglulegt mat á brunaáhættu: Framkvæma skal reglulegt brunaáhættumat til að greina hugsanlega hættu og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Í því felst að bera kennsl á eldfim efni, búnað og vinnu sem getur skapað eldhættu, auk þess að tryggja viðeigandi geymslu og meðhöndlun efna. Tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum: Gera skal viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun eldfimra efna, þar á meðal byggingarefna og úrgangsefna frá framkvæmdinni. Allt efni skal geymt á þar til gerðum svæðum og því fargað í samræmi við gildandi reglur. Tryggja eldvarnarbúnað: Hentugur eldvarnarbúnaður skal vera á staðnum og honum skal haldið við í góðu ástandi, þar með talin slökkvitæki, eldvarnarteppi vegna logavinnu og reykskynjarar eftir atvikum. Allt starfsfólk skal fá þjálfun í að nota búnaðinn og vita hvar hægt er að nálgast hann ef eldur kemur upp. Tryggja rafmagnsöryggi: Gera skal ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi sem tekur tillit til álags búnaðar, dreifingar rafmagns og réttrar notkunar og staðsetningar rafbúnaðar. Allur rafbúnaður þarf reglulega skoðun og viðhald. Takmarka hættu vegna heitrar vinnu: Heit vinna er t.d. vinna með gashitun, slípirokka og logsuðu, sem skapar sérstaka eldhættu. Sækja skal um leyfi til allrar heitrar vinnu samkvæmt sérstöku eyðublaði. Engin vinna skal fara fram ef loftræsing er ófullnægjandi eða nauðsynlegar varúðarráðstafanir eru ekki fyrir hendi. Eftir að heitri vinnu er lokið skal vera eftirlit á staðnum í a.m.k. 60 mínútur. Tryggja rétta geymslu eldfimra efna: Eldfim efni skulu geymd á tilgreindum svæðum fjarri eldhættu, sérstaklega í viðunandi fjarlægð frá heitri vinnu. Veita þjálfun í slysavörnum: Allt starfsfólk skal fá viðunandi þjálfun í slysavörnum, þar á meðal þjálfun í brunavörnum, áður en vinna hefst á byggingarsvæðinu. Regluleg þjálfun skal tryggja stöðugar og réttar varnir og stuðla að því að hugsanleg hætta sé greind tímanlega. Framkvæmd brunavarna: Fylgja skal eftir brunavörnum á byggingarsvæðum í samræmi við ofangreind atriði. Brunavarnir skulu vera hluti af öryggisstjórnunarkerfi verktaka. Eins og fjölmörg dæmi sýna er ljóst að brunavarnir eru sérlega mikilvægar á byggingarsvæðum. Draga má úr hættunni á tjóni með því að uppfylla þá þætti sem fjallað er um hér að ofan, meðal annars með gerð ítarlegrar brunavarnaáætlunar, reglulegu brunaáhættumati, góðu skipulagi og hreinsun, brunavörnum byggingarsvæðis, slökkvibúnaði, rafmagnsöryggi, réttu verklagi við heita vinnu, öruggri geymslu eldfimra efna og þjálfun í notkun slökkvibúnaðar. Með því að framfylgja þessum þáttum geta stjórnendur á byggingarsvæðum tryggt öryggi starfsfólks síns, dregið úr hættunni á eldsvoða og komið í veg fyrir manntjón, eignatjón og stöðvun framkvæmda. Í stuttu máli má segja að brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum geta stjórnendur byggingarframkvæmda dregið úr hættu á eldsvoða og tryggt öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá ÖRUGG verkfræðistofa ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Slysavarnir Stórbruni í Børsen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París. Enn fremur getur áhrifa gætt í nærliggjandi umhverfi, sem leiðir til frekara fjárhagslegs og félagslegs tjóns. Eldvarnir eru því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi í byggingarframkvæmdum. Þar sem eldfim efni eru til staðar er hætta á að eldur breiðist hratt út og geti fljótt orðið óviðráðanlegur ef ekki er brugðist fljótt við. Eldur sem brýst út á byggingarsvæði getur valdið manntjóni, eignatjóni og stöðvun framkvæmda. Hér er fjallað um brunavarnir í byggingarframkvæmdum og lagður fram listi yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja brunavarnir. Ábyrgð á öryggi Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á öruggan hátt. Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi. Hætta á byggingarsvæðum Eldhætta á byggingarsvæðum er oft mikil vegna notkunar eldfimra efna, þar á meðal tjörupappa, brennanlegra byggingarefna, leysiefna og úrgangsefna. Enn fremur eykur notkun rafsuðutækja, rafmagns- og hitunartækja enn frekar hættu á eldi. Meðal annarra þátta sem stuðla að aukinni hættu á byggingarsvæðum eru að um ófullgert húsnæði er að ræða (sérstaklega með tilliti til brunahólfunar og flóttaleiða), ónógur búnaður til brunavarna og ófullnægjandi þjálfun í öryggismálum. Kröfur til byggingarsvæða Til að tryggja brunavarnir á byggingarsvæðum er brýnt að fylgja eftirfarandi atriðum: Móta brunavarnaáætlun: Gera skal heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á byggingarstað. Í áætluninni skal lýsa hlutverki og ábyrgð alls starfsfólks ef eldur kemur upp og í henni skal gera grein fyrir verklagsreglum um rýmingu, ráðstöfunum til að koma í veg fyrir eld og samskiptaupplýsingum í neyðartilvikum. Framkvæma reglulegt mat á brunaáhættu: Framkvæma skal reglulegt brunaáhættumat til að greina hugsanlega hættu og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Í því felst að bera kennsl á eldfim efni, búnað og vinnu sem getur skapað eldhættu, auk þess að tryggja viðeigandi geymslu og meðhöndlun efna. Tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum: Gera skal viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun eldfimra efna, þar á meðal byggingarefna og úrgangsefna frá framkvæmdinni. Allt efni skal geymt á þar til gerðum svæðum og því fargað í samræmi við gildandi reglur. Tryggja eldvarnarbúnað: Hentugur eldvarnarbúnaður skal vera á staðnum og honum skal haldið við í góðu ástandi, þar með talin slökkvitæki, eldvarnarteppi vegna logavinnu og reykskynjarar eftir atvikum. Allt starfsfólk skal fá þjálfun í að nota búnaðinn og vita hvar hægt er að nálgast hann ef eldur kemur upp. Tryggja rafmagnsöryggi: Gera skal ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi sem tekur tillit til álags búnaðar, dreifingar rafmagns og réttrar notkunar og staðsetningar rafbúnaðar. Allur rafbúnaður þarf reglulega skoðun og viðhald. Takmarka hættu vegna heitrar vinnu: Heit vinna er t.d. vinna með gashitun, slípirokka og logsuðu, sem skapar sérstaka eldhættu. Sækja skal um leyfi til allrar heitrar vinnu samkvæmt sérstöku eyðublaði. Engin vinna skal fara fram ef loftræsing er ófullnægjandi eða nauðsynlegar varúðarráðstafanir eru ekki fyrir hendi. Eftir að heitri vinnu er lokið skal vera eftirlit á staðnum í a.m.k. 60 mínútur. Tryggja rétta geymslu eldfimra efna: Eldfim efni skulu geymd á tilgreindum svæðum fjarri eldhættu, sérstaklega í viðunandi fjarlægð frá heitri vinnu. Veita þjálfun í slysavörnum: Allt starfsfólk skal fá viðunandi þjálfun í slysavörnum, þar á meðal þjálfun í brunavörnum, áður en vinna hefst á byggingarsvæðinu. Regluleg þjálfun skal tryggja stöðugar og réttar varnir og stuðla að því að hugsanleg hætta sé greind tímanlega. Framkvæmd brunavarna: Fylgja skal eftir brunavörnum á byggingarsvæðum í samræmi við ofangreind atriði. Brunavarnir skulu vera hluti af öryggisstjórnunarkerfi verktaka. Eins og fjölmörg dæmi sýna er ljóst að brunavarnir eru sérlega mikilvægar á byggingarsvæðum. Draga má úr hættunni á tjóni með því að uppfylla þá þætti sem fjallað er um hér að ofan, meðal annars með gerð ítarlegrar brunavarnaáætlunar, reglulegu brunaáhættumati, góðu skipulagi og hreinsun, brunavörnum byggingarsvæðis, slökkvibúnaði, rafmagnsöryggi, réttu verklagi við heita vinnu, öruggri geymslu eldfimra efna og þjálfun í notkun slökkvibúnaðar. Með því að framfylgja þessum þáttum geta stjórnendur á byggingarsvæðum tryggt öryggi starfsfólks síns, dregið úr hættunni á eldsvoða og komið í veg fyrir manntjón, eignatjón og stöðvun framkvæmda. Í stuttu máli má segja að brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum geta stjórnendur byggingarframkvæmda dregið úr hættu á eldsvoða og tryggt öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá ÖRUGG verkfræðistofa ehf
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun