Framsókn klárar verkin Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. apríl 2024 07:30 Á helginni verður flokksþing Framsóknar haldið hér í Reykjavík, á þinginu hittist flokksfólk og fer yfir liðna daga og horfir til framtíðar. Ég hlakka til, það er alltaf gott að taka stöðina með grasrótinni. Enda getur Framsókn lagt sín verk á kjörtímabilinu og lengra aftur fram kinnroðalaust. Við höfum sömu orku og vilja til að klára verkin fram að næstu kosningum. Sú ríkisstjórn sem setið hefur frá hausti 2017 eða í 2329 daga, og var endurkjörin með öruggum meirihluta árið 2021 hefur tekist á við fjölmörg og fjölbreytt verkefni, átt góða og slæma daga enda hefur oft gefið á bátinn á þessu tímabili. Til þess að klára þau verkefni hefur þurft ákveðni, víðsýni og seiglu. Sterk staða þrátt fyrir áföll Í nýrri fjármálaáætlun kemur fram sterk staða þjóðarbúsins þrátt fyrir áföll síðustu ára. Við höfum þurft að glíma við heimsfaraldur, stríð og jarðhræringar á Reykjanesskaga sem standa enn yfir og ekki sér fyrir endann á. Í þessu umhverfi er á næstu misserum mikilvægt að beita skynsamri fjármálastefnu til að halda jafnvægi, ná niður verðbólgu og halda í við skuldahlutfall ríkisins. Við neyðumst til að einblína á þau markmið þrátt fyrir stöðugan og góðan hagvöxt sem hefur verið 20% á síðustu þremur árum. Á sama tíma eru nágrannaríkin okkar sum hver að berjast við neikvæðan hagvöxt auk þess sem það mælist enginn hagvöxtur í Evrópu. Atvinnustigið hér á landi er hátt og íslenska þjóðarsálin vill hafa það þannig, því fylgir þó spenna sem þarft er að halda í við. Meðallaun hafa verið að hækka og það sem mikilvægast er að nú í vetur náðust langtímakjarasamningar sem eru á okkar ábyrgð að haldi, það er öllum til framdráttar. Óvissan er þó áfram og því þarf að fara varlega líkt og þegar þarf að lækka undir pottunum þegar sjóða fer upp úr. Það þýðir að bata og áframhaldandi vöxt þarf að tryggja með því að halda aftur af útgjaldavexti. Þetta lætur ekki vel í eyrum en er staðreynd engu að síður. Þess vegna er ég ánægð með að í stól fjármálaráðherra er sestur maður sem beitir bæði skynsemi og horfir til framtíðar. Lífið er list Það er af mörgu góðu að taka þegar kemur að verkum Lilju Daggar Alfreðsdóttur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún hefur hlotið sérstaklega mikið lof fyrir störf sín sem snúa að listum og skapandi greinum, enda mál sem alltaf þarf að hafa í fararbroddi í framþróun þjóðar. Okkur hefur tekist að koma upp endurgreiðslukerfi í kvikmyndum sem kemur okkur í raðir meðal fremstu þjóða á því sviði. Með því að leggja framlag til kvikmynda með þessum hætti tryggjum við að það sé þjóðhagslega hagkvæmt enda hefur hver króna skilað sér nærri sjöfalt til baka aftur, miðað við bein og óbein og afleidd áhrif. Undir þetta tekur Jonathan Olsberg einn eigandi Olsberg•SPI og sérfræðingur í efnahagslegum áhrifum kvikmyndagerðar. Hann bendir á að það sé mikilvægt að byggja á sterkum grunni og segir að íslenska endurgreiðslukerfið kalli á vandaða kvikmyndagerð og efli íslenskt fagfólk á því sviði. Þá hafa verið mótaðar mikilvægar stefnur fyrir komandi ár, má þar nefna tónlistarstefnu, myndlistarstefnu, bókmenntastefnu og ferðamálastefnu auk góðrar vinnu í málefnum íslenskrar tungu og táknmáls. Heilbrigði þjóðar Heilbrigðiskerfið okkar stóðst álagspróf þegar heimsfaraldur gekk yfir, öflugt fagfólk leiddi okkur í gegnum ólgusjó og sannaði að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er meðal þeirra fremstu á heimsvísu. Verkefnin eru fjölmörg og stöðugt þarf að viðhalda og bæta og standast álag. Þá bætast stöðugt við auknar áskoranir eins og mikil og stöðug fjölgun íbúa. Núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson hefur frá því að hann tók við embætti tekist ná mörgum af þeim markmiðum sem horft var til í framtíðarstefnu okkar í heilbrigðismálum. Mikilvægir og langþráðir samningar við sérfræðilækna náðust loksins á vakt Willums Þórs en þeir eru stór liður í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu. Biðlistar hafa styðst víða, má þar m.a. nefna í liðskiptiaðgerðum, aðgerðum á augasteinum og ekki síst hefur verið brugðist við ákalli kvenna í varðandi endómetríósu og vefjagigt. Það hefur verið gert bæði með fræðslu sem leiðir til breyttra viðhorfa og samningi sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Farsæld til framtíðar Þær breytingar sem gerðar voru af Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra á síðasta kjörtímabili varðandi farsæld barna er bylting sem samfélagið er nú farið að vinna eftir, það tekur vissulega tíma að innleiða svo stóra breytingu en hvar sem maður fer er þessari hugmynd fagnað og sveitarfélög leggja sig fram við að koma þessu inn í sína ferla. Það helst í hendur við breytt barnaverndarlög og til þess að tryggja heildstæða umgjörð er markmiðið að fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra, bregðast við þörf þeirra fyrir þjónustu með skilvirkum hætti strax í upphafi og að tryggja að kerfin tali saman með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt. Þetta eru breytingar sem skila sér í bættu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn Það tæki of langan tíma að telja upp öll þau góðu atriði sem við í Framsókn höfum staðið að á síðustu árum, því stikla ég hér aðeins á stóru í þessari stuttu grein. En við þig lesandi góður vil ég segja að það er ekki að ástæðulausu að Framsókn vilji áfram vera hluti af þeim sem standa vaktina í stýrishúsinu. Við viljum stefna áfram án átaka, erum ávallt á vaktinni og tökum þannig þátt í sögunni sem horft verður til. Hittumst í Framsókn og tökum þátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á helginni verður flokksþing Framsóknar haldið hér í Reykjavík, á þinginu hittist flokksfólk og fer yfir liðna daga og horfir til framtíðar. Ég hlakka til, það er alltaf gott að taka stöðina með grasrótinni. Enda getur Framsókn lagt sín verk á kjörtímabilinu og lengra aftur fram kinnroðalaust. Við höfum sömu orku og vilja til að klára verkin fram að næstu kosningum. Sú ríkisstjórn sem setið hefur frá hausti 2017 eða í 2329 daga, og var endurkjörin með öruggum meirihluta árið 2021 hefur tekist á við fjölmörg og fjölbreytt verkefni, átt góða og slæma daga enda hefur oft gefið á bátinn á þessu tímabili. Til þess að klára þau verkefni hefur þurft ákveðni, víðsýni og seiglu. Sterk staða þrátt fyrir áföll Í nýrri fjármálaáætlun kemur fram sterk staða þjóðarbúsins þrátt fyrir áföll síðustu ára. Við höfum þurft að glíma við heimsfaraldur, stríð og jarðhræringar á Reykjanesskaga sem standa enn yfir og ekki sér fyrir endann á. Í þessu umhverfi er á næstu misserum mikilvægt að beita skynsamri fjármálastefnu til að halda jafnvægi, ná niður verðbólgu og halda í við skuldahlutfall ríkisins. Við neyðumst til að einblína á þau markmið þrátt fyrir stöðugan og góðan hagvöxt sem hefur verið 20% á síðustu þremur árum. Á sama tíma eru nágrannaríkin okkar sum hver að berjast við neikvæðan hagvöxt auk þess sem það mælist enginn hagvöxtur í Evrópu. Atvinnustigið hér á landi er hátt og íslenska þjóðarsálin vill hafa það þannig, því fylgir þó spenna sem þarft er að halda í við. Meðallaun hafa verið að hækka og það sem mikilvægast er að nú í vetur náðust langtímakjarasamningar sem eru á okkar ábyrgð að haldi, það er öllum til framdráttar. Óvissan er þó áfram og því þarf að fara varlega líkt og þegar þarf að lækka undir pottunum þegar sjóða fer upp úr. Það þýðir að bata og áframhaldandi vöxt þarf að tryggja með því að halda aftur af útgjaldavexti. Þetta lætur ekki vel í eyrum en er staðreynd engu að síður. Þess vegna er ég ánægð með að í stól fjármálaráðherra er sestur maður sem beitir bæði skynsemi og horfir til framtíðar. Lífið er list Það er af mörgu góðu að taka þegar kemur að verkum Lilju Daggar Alfreðsdóttur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún hefur hlotið sérstaklega mikið lof fyrir störf sín sem snúa að listum og skapandi greinum, enda mál sem alltaf þarf að hafa í fararbroddi í framþróun þjóðar. Okkur hefur tekist að koma upp endurgreiðslukerfi í kvikmyndum sem kemur okkur í raðir meðal fremstu þjóða á því sviði. Með því að leggja framlag til kvikmynda með þessum hætti tryggjum við að það sé þjóðhagslega hagkvæmt enda hefur hver króna skilað sér nærri sjöfalt til baka aftur, miðað við bein og óbein og afleidd áhrif. Undir þetta tekur Jonathan Olsberg einn eigandi Olsberg•SPI og sérfræðingur í efnahagslegum áhrifum kvikmyndagerðar. Hann bendir á að það sé mikilvægt að byggja á sterkum grunni og segir að íslenska endurgreiðslukerfið kalli á vandaða kvikmyndagerð og efli íslenskt fagfólk á því sviði. Þá hafa verið mótaðar mikilvægar stefnur fyrir komandi ár, má þar nefna tónlistarstefnu, myndlistarstefnu, bókmenntastefnu og ferðamálastefnu auk góðrar vinnu í málefnum íslenskrar tungu og táknmáls. Heilbrigði þjóðar Heilbrigðiskerfið okkar stóðst álagspróf þegar heimsfaraldur gekk yfir, öflugt fagfólk leiddi okkur í gegnum ólgusjó og sannaði að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er meðal þeirra fremstu á heimsvísu. Verkefnin eru fjölmörg og stöðugt þarf að viðhalda og bæta og standast álag. Þá bætast stöðugt við auknar áskoranir eins og mikil og stöðug fjölgun íbúa. Núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson hefur frá því að hann tók við embætti tekist ná mörgum af þeim markmiðum sem horft var til í framtíðarstefnu okkar í heilbrigðismálum. Mikilvægir og langþráðir samningar við sérfræðilækna náðust loksins á vakt Willums Þórs en þeir eru stór liður í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu. Biðlistar hafa styðst víða, má þar m.a. nefna í liðskiptiaðgerðum, aðgerðum á augasteinum og ekki síst hefur verið brugðist við ákalli kvenna í varðandi endómetríósu og vefjagigt. Það hefur verið gert bæði með fræðslu sem leiðir til breyttra viðhorfa og samningi sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Farsæld til framtíðar Þær breytingar sem gerðar voru af Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra á síðasta kjörtímabili varðandi farsæld barna er bylting sem samfélagið er nú farið að vinna eftir, það tekur vissulega tíma að innleiða svo stóra breytingu en hvar sem maður fer er þessari hugmynd fagnað og sveitarfélög leggja sig fram við að koma þessu inn í sína ferla. Það helst í hendur við breytt barnaverndarlög og til þess að tryggja heildstæða umgjörð er markmiðið að fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra, bregðast við þörf þeirra fyrir þjónustu með skilvirkum hætti strax í upphafi og að tryggja að kerfin tali saman með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt. Þetta eru breytingar sem skila sér í bættu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn Það tæki of langan tíma að telja upp öll þau góðu atriði sem við í Framsókn höfum staðið að á síðustu árum, því stikla ég hér aðeins á stóru í þessari stuttu grein. En við þig lesandi góður vil ég segja að það er ekki að ástæðulausu að Framsókn vilji áfram vera hluti af þeim sem standa vaktina í stýrishúsinu. Við viljum stefna áfram án átaka, erum ávallt á vaktinni og tökum þannig þátt í sögunni sem horft verður til. Hittumst í Framsókn og tökum þátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun