Skortur á möguleikanum á dánaraðstoð leiðir til þess að fólk tekur eigið líf Ingrid Kuhlman skrifar 18. apríl 2024 08:00 Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Tengdar fréttir Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð.
Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun