Magni kaupmaður látinn 88 ára að aldri Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 15:56 Magni og Steinunn, sem lifir mann sinn. Magni var ákaflega minnisstæður maður og var um langt skeið holdgervingur verslunar við Laugaveginn. Oddný Magni Reynir Magnússon kaupmaður lést á Landspítalanum 16. apríl á 89. aldursári. Magni fæddist í Reykavík 5. nóvember 1935 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira