Að skilja faglega Sævar Þór Jónsson skrifar 18. apríl 2024 14:30 Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar