Framtíð Dalanna heillar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 19. apríl 2024 08:31 Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun