Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 09:44 Úkraínumenn segjast hafa skotið sprengjuflugvélina niður í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18