Fyrirliði Íslands Helena Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2024 10:30 Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar