Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar 15. september 2025 12:01 Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun