Hvar er unga fólkið? Ingólfur Sverrisson skrifar 21. apríl 2024 21:31 Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar