Forsetakosningar 2024 og fóbía hinsegin fólks: Erum komin í tímavél aftur í tímann? Valerio Gargiulo skrifar 22. apríl 2024 09:01 Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun