Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:31 Áhöfn úkraínsks skriðdreka skýtur á rússneska hermenn nærri Chasiv Yar í Dónetsk-héraði. Harðir bardagar hafa geysað á þessu svæði þar sem Rússar hafa verið að sækja fram. AP/Efrem Lukatsky Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. Vonast er til þess að sendingin verði tilbúin þegar Biden skrifar undir frumvarp um hernaðaraðstoð en það gæti gerst seinni partinn á morgun. Bretar ætla sér einnig að senda stóra hergagnasendingu til Úkraínu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á laugardaginn frumvarp um 61 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu og mun frumvarpið að öllum líkindum fara fyrir fulltrúadeildina á morgun, þriðjudag. Joe Biden, forseti, hefur sagt að hann muni skrifa undir frumvarpið eins fljótt og hann geti. Starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa unnið að því að undirbúa fyrstu hergagnasendinguna til Úkraínu en hún er sögð í stærra lagi. Samkvæmt heimildum Politico eiga Bradley-bryndrekar að vera í pakkanum, auk brynvarinna bíla sem kallast Humvees og gamalla M113 bryndreka, sem notaðir eru til að flytja menn á vígvellinum. Þá verða skotfæri af ýmsu tagi í pakkanum, sem Úkraínumenn hefur vantað lengi en Bandaríkjamenn hafa litla sem enga hernaðaraðstoð sent til Úkraínu í nokkra mánuði og ríkjum Evrópu hefur gengið erfiðlega að fylla upp í skarðið. Skorturinn hefur komið niður á vörnum Úkraínumanna gegn Rússum. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Biden ræddi við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag en eftir símtalið sagði úkraínski forsetinn frá því að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar ATACMS-eldflaugar. Maximum damage must be inflicted on everything that Russia relies on for terror and timely military logistics.I am grateful to everyone around the world who is willing to help us with this, and we are working with our American partners to expand our capabilities. Four key pic.twitter.com/WvuOzBdDSS— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 22, 2024 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Ekki liggur fyrir hve margar eldflaugar til stendur að senda til Úkraínu að þessu sinni en fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári. Úkraínumenn hafa einnig beðið Þjóðverja um svokallaðar Taurus-eldflaugar, sem eru ekki ósvipaðar Taurus, fyrir utan það að skjóta þarf þeim með flugvélum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa þó ekki viljað verða við því hingað til. Bretar senda einnig hergögn Úkraínumenn hafa einnig fengið svokallaðar Storm Shadow/SCALP-stýriflaugar frá Frökkum og Bretum. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Yfirvöld í Bretlandi eru einnig sögð vinna að stórum hergagnapakka til Úkraínu. Hann ku innihalda hundruð eldflauga til árása og flugskeyta fyrir loftvarnarkerfi, auk Storm Shadow stýriflauga. Blaðamaður Bloomberg segir pakkann þann stærsta sem Bretar hafa hingað til sent til Úkraínu. NEW: The UK will send more Storm Shadow long-range missiles to Ukraine as part of its single biggest military aid package to the country since Russia s invasionBritain is also sending more than 1,600 strike and air defense missiles£500m of new spending— Alex Wickham (@alexwickham) April 22, 2024 Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Rússland Hernaður Tengdar fréttir Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vonast er til þess að sendingin verði tilbúin þegar Biden skrifar undir frumvarp um hernaðaraðstoð en það gæti gerst seinni partinn á morgun. Bretar ætla sér einnig að senda stóra hergagnasendingu til Úkraínu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á laugardaginn frumvarp um 61 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu og mun frumvarpið að öllum líkindum fara fyrir fulltrúadeildina á morgun, þriðjudag. Joe Biden, forseti, hefur sagt að hann muni skrifa undir frumvarpið eins fljótt og hann geti. Starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa unnið að því að undirbúa fyrstu hergagnasendinguna til Úkraínu en hún er sögð í stærra lagi. Samkvæmt heimildum Politico eiga Bradley-bryndrekar að vera í pakkanum, auk brynvarinna bíla sem kallast Humvees og gamalla M113 bryndreka, sem notaðir eru til að flytja menn á vígvellinum. Þá verða skotfæri af ýmsu tagi í pakkanum, sem Úkraínumenn hefur vantað lengi en Bandaríkjamenn hafa litla sem enga hernaðaraðstoð sent til Úkraínu í nokkra mánuði og ríkjum Evrópu hefur gengið erfiðlega að fylla upp í skarðið. Skorturinn hefur komið niður á vörnum Úkraínumanna gegn Rússum. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Biden ræddi við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag en eftir símtalið sagði úkraínski forsetinn frá því að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar ATACMS-eldflaugar. Maximum damage must be inflicted on everything that Russia relies on for terror and timely military logistics.I am grateful to everyone around the world who is willing to help us with this, and we are working with our American partners to expand our capabilities. Four key pic.twitter.com/WvuOzBdDSS— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 22, 2024 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Ekki liggur fyrir hve margar eldflaugar til stendur að senda til Úkraínu að þessu sinni en fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári. Úkraínumenn hafa einnig beðið Þjóðverja um svokallaðar Taurus-eldflaugar, sem eru ekki ósvipaðar Taurus, fyrir utan það að skjóta þarf þeim með flugvélum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa þó ekki viljað verða við því hingað til. Bretar senda einnig hergögn Úkraínumenn hafa einnig fengið svokallaðar Storm Shadow/SCALP-stýriflaugar frá Frökkum og Bretum. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Yfirvöld í Bretlandi eru einnig sögð vinna að stórum hergagnapakka til Úkraínu. Hann ku innihalda hundruð eldflauga til árása og flugskeyta fyrir loftvarnarkerfi, auk Storm Shadow stýriflauga. Blaðamaður Bloomberg segir pakkann þann stærsta sem Bretar hafa hingað til sent til Úkraínu. NEW: The UK will send more Storm Shadow long-range missiles to Ukraine as part of its single biggest military aid package to the country since Russia s invasionBritain is also sending more than 1,600 strike and air defense missiles£500m of new spending— Alex Wickham (@alexwickham) April 22, 2024
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Rússland Hernaður Tengdar fréttir Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44