Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 06:47 Tjaldbúðir við Columbia University. AP/Stefan Jeremiah Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá. Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira