Innivist er mikilvægasti þátturinn við hönnun íbúða! Ásta Logadóttir skrifar 26. apríl 2024 07:31 Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar