Hvað varð um samveruna? Hildur Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:32 Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Danmörk Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar