Hvernig forseta vilt þú? Valdís Arnarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 17:01 Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun