Hvað er ofurhagnaður? Gústaf Steingrímsson skrifar 29. apríl 2024 12:30 Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun