Nýr „loftslagsvænn“ iðnaður - neikvæð áhrif á lífríki og fiskveiðar Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 3. maí 2024 07:00 Síðastliðnar vikur hafa farið fram umræður milli ólíkra þjóða um leyfi og framkvæmd nýs iðnaðar sem á ensku hefur verið kallaður deep seabed mining. Ég kalla hann hér djúpsjávarnámuvinnslu en námugröftur á hafsbotni hefur líka verið notað um þennan iðnað. Hugmyndin um djúpsjávarnámuvinnslu kom í raun til vegna mikillar eftirsóknar málma sem notaðir eru í rafhlöður og ýmis raftæki. Framleiðsla rafhlaðna hefur aukist verulega með tilkomu grænna orkuskipta, sem tekur til útskipta jarðefnaeldsneytis í endurnýjanlega orkugjafa. Málmarnir sem um ræðir eru m.a. kóbalt, kopar og litíum en með djúpsjávarnámuvinnslu er hægt að nálgast útfellingar þessa málma á hafsbotni. Málmarnir yrðu síðan notaðir til að framleiða fleiri rafhlöður og knýja áfram orkuskiptin. Jú, hljómar eins og góð hugmynd. Raunin er þó sú að þessi iðnaður mun valda miklum skaða og leggja lítið til málanna þegar kemur að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Kopar, kóbalt og litíum er oft að finna í manganútfellingum sem myndast á hafsbotni, í neðansjávarfjöllum eða á hverasvæðum á hafsbotni. Öll þessi svæði hafa að geyma einstök vistkerfi sem eru viðkvæm fyrir hvers konar raski og eru oft lítið könnuð af manninum. Við strendur Íslands er til dæmis að finna neðansjávarfjöll sem hafa að geyma stórar svampaþyrpingar en þær eru heimkynni fjölmargra fisktegunda. Hér er einnig að finna nokkur hverasvæði en þeirra frægust eru líklega strýturnar í Eyjafirði. Aðstæður þar gera það að verkum að þar þrífst einstakt samspil lífvera. Þetta eru því oft svæði sem hafa mikla líffræðilega fjölbreytni að geyma. Hver verða áhrifin á lífríki? Djúpsjávarnámuvinnsla veldur miklu raski á þessum vistkerfum en rannsóknir benda til að sum þeirra taki fjölmörg ár að jafna sig, ef þau þá nokkurn tímann gera það. Við þennan iðnað verður því gríðarlegt tap á líffræðilegri fjölbreytni og heilbrigðum vistkerfum. Þetta skerðir getu þeirra til að veita ýmsar vistkerfisþjónustur sem maðurinn reiðir sig á, líkt og kolefnisbindingu og mildun loftslags og eyðileggur búsvæði lífvera, líkt og fisktegunda sem maðurinn nýtir sér. Námugröftur á hafsbotni veldur því að botnset þyrlast upp í miklu magni og dreifist um stórt svæði. Þar sem ekki er komin reynsla á þennan iðnað er ekki vitað hve mikil áhrif þetta mun hafa. Víst er þó að mikið magn sets hefur neikvæð áhrif á þær lífverur sem sía fæðu úr sjó, líkt og kóralla og svampa. Sjó með þeim efnum sem ekki nýtast í námuvinnslunni er sturtað úr vinnsluskipum en þar með dreifist set og úrgangsefni yfir stærra svæði og í fleiri lög sjávar en djúpsjó sem getur haft áhrif á lífverur á enn stærra svæði en því sem námugröfturinn fer fram á. Hljóð og ljósmengun frá vinnsluskipum getur einnig haft mikil áhrif á lífverur sem nota bergmálsmiðlun eða lífljómun. Áhrifin af þessum iðnaði geta því verið gríðarleg. Er í raun þörf fyrir þessa málma? Tækni rafhlaðna hefur þróast hratt en rafhlöður sem ekki nýta þessa málma eru nú framleiddar í auknu mæli. Margir rafbílaframleiðendur hafa lýst því yfir að málmar úr djúpsjávarnámuvinnslu verði ekki notaðir í framleiðslu rafbíla á næstu árum. Að auki er endurvinnanleiki þessa málma mikill og gera sífellt fleiri framleiðendur og ríki þá kröfu að málmar úr raftækjum séu endurnýttir. Það er því í raun ekki þörf fyrir þennan skaðlega iðnað til að ná markmiðum okkar um orkuskipti. Hver er staðan á þessum iðnaði hér á landi? Djúpsjávarnámuvinnsla er rædd á fundum alþjóðlega hafbotnsráðsins þetta árið og hafa fjölmörg ríki tekið þá ákvörðun að leyfa ekki þennan iðnað fyrr en rannsóknir sýna fram á að hann hafi sem minnst skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Ísland hefur ekki átt fulltrúa á þessum fundum. Í raun hafa íslensk stjórnvöld enga stefnu varðandi djúpsjávarnámuvinnslu og taka því hvorki afstöðu með né gegn þessum iðnaði. Ástæðan fyrir því er að þetta hefur ekki þótt aðkallandi, enda hefur lítið gerst í þessum iðnaði síðustu ár. Í byrjun apríl þessa árs opnaði norska ríkið fyrir umsóknir um leit að málmum á hafsbotni innan norskrar lögsögu. Svæðið sem opið er til leitar er gríðarstórt og liggur meðfram íslenskri og grænlenskri lögsögu allt í kringum Jan Mayen eyjarnar og upp að Svalbarða. Það er því möguleiki að námugröftur hefjist á næstu árum við íslensk hafsvæði sem getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á vistkerfi og þar með íslenskar fiskveiðar. Því er mikilvægt að bregðast við núna og móta stefnu Íslands gegn þessum skaðlega iðnaði. Eru aðgerðir í loftslagsmálum alltaf jákvæðar? Djúpsjávarnámuvinnsla er ein af þónokkrum aðgerðum sem ætlaðar eru til baráttu við loftslagsbreytingar en hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa en heilbrigð vistkerfi eru okkar sterkasta tól gegn loftslagsbreytingum. Sjórinn tekur við gríðarlegu magni kolefnis í formi sets og lífvera. Stór hluti þessa er síðan breytt í súrefni í fæðukeðjum en þörungar, plöntur og bakteríur í vistkerfum sjávar framleiða allt að 50% af súrefni jarðar. Skaðlegar athafnir á botni sjávar koma róti á setið og losa upp kolefni en hafa líka neikvæð áhrif á vistkerfi og þar með getu þeirra til að framleiða súrefni. Djúpsjávarnámuvinnsla getur því engan veginn talist lausn á loftslagsvandanum. Hún fyllir einfaldlega í eina holu með því að grafa aðrar. Loftslagsmálin eru án efa stærsta mál samtímans. Bregðast þarf við núna. En í þessum aðgerðum má ekki gleyma að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni til að aðgerðir okkar geri raunverulegt gagn. Viltu vita meira um djúpsjávarnámuvinnslu? Fimmtudaginn 16. Maí kl. 17-19 verður heimildarmyndin Deep Rising sýnd í Norræna húsinu. Kvikmyndin fjallar um þennan nýja iðnað en í lok sýningu myndarinnar verða pallborðsumræður um áhrif hans á Ísland. Aðgangur er ókeypis og eru öll hvött til að mæta til að kynna sér þetta mál. Höfundur er líffræðingur og formaður Sustainable Ocean Alliance Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Síðastliðnar vikur hafa farið fram umræður milli ólíkra þjóða um leyfi og framkvæmd nýs iðnaðar sem á ensku hefur verið kallaður deep seabed mining. Ég kalla hann hér djúpsjávarnámuvinnslu en námugröftur á hafsbotni hefur líka verið notað um þennan iðnað. Hugmyndin um djúpsjávarnámuvinnslu kom í raun til vegna mikillar eftirsóknar málma sem notaðir eru í rafhlöður og ýmis raftæki. Framleiðsla rafhlaðna hefur aukist verulega með tilkomu grænna orkuskipta, sem tekur til útskipta jarðefnaeldsneytis í endurnýjanlega orkugjafa. Málmarnir sem um ræðir eru m.a. kóbalt, kopar og litíum en með djúpsjávarnámuvinnslu er hægt að nálgast útfellingar þessa málma á hafsbotni. Málmarnir yrðu síðan notaðir til að framleiða fleiri rafhlöður og knýja áfram orkuskiptin. Jú, hljómar eins og góð hugmynd. Raunin er þó sú að þessi iðnaður mun valda miklum skaða og leggja lítið til málanna þegar kemur að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Kopar, kóbalt og litíum er oft að finna í manganútfellingum sem myndast á hafsbotni, í neðansjávarfjöllum eða á hverasvæðum á hafsbotni. Öll þessi svæði hafa að geyma einstök vistkerfi sem eru viðkvæm fyrir hvers konar raski og eru oft lítið könnuð af manninum. Við strendur Íslands er til dæmis að finna neðansjávarfjöll sem hafa að geyma stórar svampaþyrpingar en þær eru heimkynni fjölmargra fisktegunda. Hér er einnig að finna nokkur hverasvæði en þeirra frægust eru líklega strýturnar í Eyjafirði. Aðstæður þar gera það að verkum að þar þrífst einstakt samspil lífvera. Þetta eru því oft svæði sem hafa mikla líffræðilega fjölbreytni að geyma. Hver verða áhrifin á lífríki? Djúpsjávarnámuvinnsla veldur miklu raski á þessum vistkerfum en rannsóknir benda til að sum þeirra taki fjölmörg ár að jafna sig, ef þau þá nokkurn tímann gera það. Við þennan iðnað verður því gríðarlegt tap á líffræðilegri fjölbreytni og heilbrigðum vistkerfum. Þetta skerðir getu þeirra til að veita ýmsar vistkerfisþjónustur sem maðurinn reiðir sig á, líkt og kolefnisbindingu og mildun loftslags og eyðileggur búsvæði lífvera, líkt og fisktegunda sem maðurinn nýtir sér. Námugröftur á hafsbotni veldur því að botnset þyrlast upp í miklu magni og dreifist um stórt svæði. Þar sem ekki er komin reynsla á þennan iðnað er ekki vitað hve mikil áhrif þetta mun hafa. Víst er þó að mikið magn sets hefur neikvæð áhrif á þær lífverur sem sía fæðu úr sjó, líkt og kóralla og svampa. Sjó með þeim efnum sem ekki nýtast í námuvinnslunni er sturtað úr vinnsluskipum en þar með dreifist set og úrgangsefni yfir stærra svæði og í fleiri lög sjávar en djúpsjó sem getur haft áhrif á lífverur á enn stærra svæði en því sem námugröfturinn fer fram á. Hljóð og ljósmengun frá vinnsluskipum getur einnig haft mikil áhrif á lífverur sem nota bergmálsmiðlun eða lífljómun. Áhrifin af þessum iðnaði geta því verið gríðarleg. Er í raun þörf fyrir þessa málma? Tækni rafhlaðna hefur þróast hratt en rafhlöður sem ekki nýta þessa málma eru nú framleiddar í auknu mæli. Margir rafbílaframleiðendur hafa lýst því yfir að málmar úr djúpsjávarnámuvinnslu verði ekki notaðir í framleiðslu rafbíla á næstu árum. Að auki er endurvinnanleiki þessa málma mikill og gera sífellt fleiri framleiðendur og ríki þá kröfu að málmar úr raftækjum séu endurnýttir. Það er því í raun ekki þörf fyrir þennan skaðlega iðnað til að ná markmiðum okkar um orkuskipti. Hver er staðan á þessum iðnaði hér á landi? Djúpsjávarnámuvinnsla er rædd á fundum alþjóðlega hafbotnsráðsins þetta árið og hafa fjölmörg ríki tekið þá ákvörðun að leyfa ekki þennan iðnað fyrr en rannsóknir sýna fram á að hann hafi sem minnst skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Ísland hefur ekki átt fulltrúa á þessum fundum. Í raun hafa íslensk stjórnvöld enga stefnu varðandi djúpsjávarnámuvinnslu og taka því hvorki afstöðu með né gegn þessum iðnaði. Ástæðan fyrir því er að þetta hefur ekki þótt aðkallandi, enda hefur lítið gerst í þessum iðnaði síðustu ár. Í byrjun apríl þessa árs opnaði norska ríkið fyrir umsóknir um leit að málmum á hafsbotni innan norskrar lögsögu. Svæðið sem opið er til leitar er gríðarstórt og liggur meðfram íslenskri og grænlenskri lögsögu allt í kringum Jan Mayen eyjarnar og upp að Svalbarða. Það er því möguleiki að námugröftur hefjist á næstu árum við íslensk hafsvæði sem getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á vistkerfi og þar með íslenskar fiskveiðar. Því er mikilvægt að bregðast við núna og móta stefnu Íslands gegn þessum skaðlega iðnaði. Eru aðgerðir í loftslagsmálum alltaf jákvæðar? Djúpsjávarnámuvinnsla er ein af þónokkrum aðgerðum sem ætlaðar eru til baráttu við loftslagsbreytingar en hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa en heilbrigð vistkerfi eru okkar sterkasta tól gegn loftslagsbreytingum. Sjórinn tekur við gríðarlegu magni kolefnis í formi sets og lífvera. Stór hluti þessa er síðan breytt í súrefni í fæðukeðjum en þörungar, plöntur og bakteríur í vistkerfum sjávar framleiða allt að 50% af súrefni jarðar. Skaðlegar athafnir á botni sjávar koma róti á setið og losa upp kolefni en hafa líka neikvæð áhrif á vistkerfi og þar með getu þeirra til að framleiða súrefni. Djúpsjávarnámuvinnsla getur því engan veginn talist lausn á loftslagsvandanum. Hún fyllir einfaldlega í eina holu með því að grafa aðrar. Loftslagsmálin eru án efa stærsta mál samtímans. Bregðast þarf við núna. En í þessum aðgerðum má ekki gleyma að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni til að aðgerðir okkar geri raunverulegt gagn. Viltu vita meira um djúpsjávarnámuvinnslu? Fimmtudaginn 16. Maí kl. 17-19 verður heimildarmyndin Deep Rising sýnd í Norræna húsinu. Kvikmyndin fjallar um þennan nýja iðnað en í lok sýningu myndarinnar verða pallborðsumræður um áhrif hans á Ísland. Aðgangur er ókeypis og eru öll hvött til að mæta til að kynna sér þetta mál. Höfundur er líffræðingur og formaður Sustainable Ocean Alliance Iceland.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun