Trump sektaður um meira en milljón króna Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2024 16:04 Donald Trump í dómsal í New York í morgun. AP/Justin Lane Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Níu þúsund dalir samsvara tæplega 1,3 milljónum króna. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Síðan þá hefur Trump ítrekað látið reyna á múlinn, meðal annars með því að kalla vitni í málinu gegn sér „drulludela“. Merchan vísaði í dag til níu færslna á samfélagsmiðli Trumps, Truth Social, sem hann segir brjóta gegn þagnarskyldunni og skipaði hann forsetanum fyrrverandi að fjarlægja þær. Saksóknarar hafa bent Merchan á fjölda færslna sem þeir segja að fari gegn þagnarskyldunni og hafa þeir haldið því fram að ítrekuð brot Trumps ógni réttarhöldunum. Þeir bentu á fjórar nýjar færslur í morgun, en samkvæmt frétt New York Times á að taka þær fyrir í dag. Framboð Trumps hefur þegar sent út fjáröflunarpóst þar sem talað er um úrskurðinn í morgun. „Demókratadómari úrskurðaði gegn mér,“ segir í titli póstsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá stendur þar að „Demókratadómari“ hafi sagt Trump vanvirða réttinn og markmiðið sé að þagga niður í honum. „Standið með Trump,“ segir þar einnig og er fólk beðið um að senda forsetanum fyrrverandi peninga. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Níu þúsund dalir samsvara tæplega 1,3 milljónum króna. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Síðan þá hefur Trump ítrekað látið reyna á múlinn, meðal annars með því að kalla vitni í málinu gegn sér „drulludela“. Merchan vísaði í dag til níu færslna á samfélagsmiðli Trumps, Truth Social, sem hann segir brjóta gegn þagnarskyldunni og skipaði hann forsetanum fyrrverandi að fjarlægja þær. Saksóknarar hafa bent Merchan á fjölda færslna sem þeir segja að fari gegn þagnarskyldunni og hafa þeir haldið því fram að ítrekuð brot Trumps ógni réttarhöldunum. Þeir bentu á fjórar nýjar færslur í morgun, en samkvæmt frétt New York Times á að taka þær fyrir í dag. Framboð Trumps hefur þegar sent út fjáröflunarpóst þar sem talað er um úrskurðinn í morgun. „Demókratadómari úrskurðaði gegn mér,“ segir í titli póstsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá stendur þar að „Demókratadómari“ hafi sagt Trump vanvirða réttinn og markmiðið sé að þagga niður í honum. „Standið með Trump,“ segir þar einnig og er fólk beðið um að senda forsetanum fyrrverandi peninga.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27