Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum? Gunnar Hersveinn skrifar 2. maí 2024 09:01 Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar