Burt með pólitík á Bessastöðum Kristmundur Carter skrifar 3. maí 2024 08:15 Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar