Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 13:50 Long March-5 eldflaug var skotið á loft með Chang'e-6 geimfarið í morgun. AP/Guo Cheng Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins. Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins.
Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira