Hvað er eiginlega að gerast? Inga Minelgaite skrifar 6. maí 2024 07:30 Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stjórnun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun