Heillandi Halla Hrund Stefán Hilmarsson skrifar 7. maí 2024 10:00 Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun