Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 12:48 Frá því þegar annar ofurstinn var handtekinn. SBU Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira