Vörður á veginum framundan Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2024 07:31 Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun