Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:50 Fjöldi fólks hefur fallið fyrir svikunum, sem standa enn yfir. Getty Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira